Skip to content

Litun

Hjá Aveda er markmiðið að gæta umhverfisins sem við búum í, allt frá því hvernig við framleiðum vörur okkar og gefum til baka til samfélagsins.

Við hjá Aveda leggjum okkur fram í því að sýna ábyrgð og vera í forystuhlutverki í umhverfismálum, ekki einungis í heimi tískunnar heldur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Aveda hárlitirnir

Hárlitirnir frá Aveda eru náttúrulegir og innihalda hátt hlutfall af olíu sem nærir hárið. Prófaðu 96 % náttúrulega hárliti sem eru búnir til með það í huga að geta svarað óskum þínum. Útkoman verður fallegur háralitur sem skemmir ekki hárið og endist lengur.

Litirnir eru búnir til með það í huga að geta verið sérhannaðir fyrir hvern einasta viðskiptavin. Háraliturinn er eitthvað sem allir AVEDA aðdáendur ættu að prufa. Það sem gerir hann frábrugðinn öðrum háralitum er aðaluppistaðan sem eru jurtir, plöntur og olíur.

Babassu olían er eitt af lykilhráefnum, hún er mjög nærandi og þess vegna gefum við okkur alltaf rúman biðtíma fyrir litinn – sem er þá tilvalinn dekurtími á Spa-inu okkar.

Aveda hárskol

Hárskol úr 99% náttúrulegum efnum sem færir hárinu ferskan lit og glans. Litameðferðin bætir ástand hársins, nærir það og gerir glansandi með olíum sem vernda hárið.

Verð

Verð ræðst af því magni sem þarf í hárið, stutt eða sítt.

Sjá verð

Biðtíminn

Þegar fagmaðurinn hefur sett litinn í hárið, er lágmarks biðtími 45 mínútur upp í 60 mínútur.

Við vitum að þinn tími er dýrmætur og því bjóðum við upp á smærri meðferðir í Spainu á meðan þú bíður.

Viðhald

Til þess að viðhalda fallegum lit og fylgja eftir meðferðinni bjóðum við upp á úrvals vörur frá Aveda í verslun okkar í Borgartúni 29.

Aveda vörurnar má skoða hjá Aveda á Íslandi.

 

Litasérfræðingurinn

„Að okkar mati er Aveda liturinn flottastur, við gerum það sem við viljum með honum, þó svo að hann sé náttúrulegur er hægt að fá alla þá liti sem sem þú óskar þér. Hvort sem þeir séu náttúrulegir, hlýjir, kaldir eða ýktir.  Einnig erum við alltaf með regluleg námskeið fyrir allt starfsfólkið okkar svo að við erum alltaf með nýjustu “trendin” á hreinu fyrir þig.“

segir Iðunn Aðalsteins litafræðingur og kennari hjá Aveda