Skip to content

Aveda andlit

Aveda andlitsmeðferðir eiga sér engan sinn líka, hver einasta meðferð er einstök alveg eins og þú. Sérhver meðferð miðast við þarfir þínar og því er engin andlitsmeðferð eins. Hægt er að velja á mismunandi langar meðferðir og fer það eftir hversu langan tíma þú hefur og hvers húðin þín þarfnast.

30 mín létt andlitsmeðferð

Létt andlitsmeðferð tekur stuttan tíma en skilar húð og sál endurnærðri. Á 30 mínútum er hægt að leggja áherslu á einn þátt sem hentar þinni húð, til dæmis nudd, djúphreinsun eða rakameðferð.

Sjá verð

60 mín andlitsmeðferð

Andlitsmeðferð þar sem unnið er með ilmolíum frá Aveda, leitast er eftir að koma á jafnvægi, veita vellíðan og fullkomna slökun. Á 60 mínútum er hægt að leggja áherslu á tvo þætti sem hentar þinni húð, til dæmis djúphreinsun, nudd, rakameðferð eða endurnýjun húðar.

Sjá verð

45 mín húðhreinsun

Húðin yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Unnið á bólum og fílapenslum og endað á maska og kremi sem hentar.

Sjá verð

 90 mín lúxus andlitsmeðferð

Einstök andlitsmeðferð þar sem lögð er áhersla á alla þætti sem húðin þarfnast. Yfirborðshreinsun, djúphreinsun, rakameðferð, kreistun á fílapenslum ef þarf og endurnýjun húðar.

Sjá verð