Skip to content

Aveda líkami

Byggt er á hinni aldagömlu Ayurveda hugmyndafræði í meðferðunum, sem unnar eru af natni og umhyggju af snyrtifræðingum okkar.

Notaðar eru sérblandaðar ilmolíur og tækni sem slakar á, endurlífgar og færir líkamann aftur í jafnvægi.

Stress Fix líkamsmeðferð

Klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferðin dregur úr streitu.

Meðferðin samanstendur af sænsku nuddi, djúpvöðvanuddi, þrýstipunktameðferð og svæðanuddi fyrir fætur.
Þetta dregur úr spennu á svæðum þar sem streita vill safnast upp í líkamanum, það eru staðir eins og axlir, háls, andlit, efra bak, framhandleggir og fætur.  Notast er við vörur sem eru sérstaklega búnar til fyrir meðferðina.

Einn helsti sérfræðingur Aveda í líkamsmeðferðum kom til landsins til þess að þjálfa starfsfólkið en sérfræðingurinn tók þátt í að hanna líkamsmeðferðina og vörurnar sem eru notaðar í henni.

Sjá verð

Elemental Nature nudd

Nudd sem byggt er á samspili frumefna náttúrunnar og hugmyndafræði Aveda um heilsu, fegurð og velferð einstaklingsins. Frumefnin eru talin fimm: loft, eldur, vatn, jörð og óendanleiki. Með hreinum ilmkjarnaolíum er leitast við í meðferðinni að koma á jafnvægi líkama og sálar.

Klassískt slökunarnudd þar sem líkaminn er nuddaður frá toppi til táar. Mýkir vöðva, eykur slökun og vellíðan.