Skip to content

Hendur & fætur

Í daglegu amstri mæðir mikið á höndum og fótum. Við höfum trú á því að allir verði að hugsa vel um húðina, sama hvar á líkamanum hún er.

Hendur eru oftast óvarðar og verða fyrir miklu álagi frá umhverfinu og alls konar efnum sem við meðhöndlum. Fæturnir sem eru venjulega varðir eiga það frekar á hættu að verða útundan.

Fótaaðgerð

Fótaaðgerðafræðingur meðhöndlar fætur og fótamein. Neglur eru klipptar og lagaðar til, hörð húð fjarlægð,  unnið á fótameinum ef þau eru til staðar ásamt því að veita faglega ráðgjöf. Meðferðin endar á slakandi nuddi með nærandi fótakremi. Ef óskað er eftir lökkun á neglur, þá er það ekkert sjálfsagðara, það tekur 15 mínútur í viðbót og þarf að taka fram þegar pantað er.

Fótaaðgerð er líka fyrirbyggjandi og því eru allir velkomnir hvort sem um fótavandamál er að ræða eða ekki.

Algeng vandamál eru:

  • líkþorn
  • vörtur
  • sprungur
  • mikið sigg
  • inngrónar neglur

Sjá verð

Fótsnyrting

Í fótsnyrtingu fer snyrtifræðingur höndum um fætur þína. Endurlífgandi þjónusta þar sem réttum aðferðum er beitt til að viðhalda og snyrta, neglur og naglabönd.

Neglur eru þjalaðar og naglabönd snyrt. Hörð húð fjarlægð og fætur nuddaðir með nærandi fótakremi. Ef óskað er eftir lökkun á neglur, þá er það ekkert sjálfsagðara, það tekur 15 mínútur í viðbót og þarf að taka fram þegar pantað er.

 

Sjá verð

Handsnyrting

Í handsnyrtingu notar snyrtifræðingur réttar aðferðir til að viðhalda fallegri húð, nöglum og naglaböndum.
Neglur eru þjalaðar og naglabönd eru snyrt. Hendurnar eru nuddaðar með nærandi kremi. Ef óskað er eftir lökkun á neglur, þá er það ekkert sjálfsagðara, það tekur 15 mínútur í viðbót og þarf að taka fram þegar pantað er.

Sjá verð