Skip to content

Starfsfólk

Jóhanna María Gunnarsdóttir (Hlíð – Ólafsfjörður)

Jóhanna María Gunnarsdóttir
Jóa

Hársnyrtimeistari og eigandi

Ég er manneskjan sem ræð öllu – en samt ræð ég engu hérna inni….

Ég er með frábært teymi með mér og við allar saman gerum þennan frábæra vinnustað sem Unique hár og spa er.  Ég er uppalin á Jóa og félögum í gamla daga, hætti þar eftir meistaranámið og byrjaði á Unique, sem ég er búin að eiga og reka síðan 2001.

Uppáhaldslitirnir mínir eru rauður, blár og fjólublár – svona royal litir.
Jóa er dásemdar fiskur – sem siglir með og gerir alla glaða – oftast….

 

 

 

Hársnyrtimeistarar:

Alma Bjarnadóttir (Reykjavík)

Alma Hársnyrtimeistari
Alma

 

Ég labba inn á Unique hár og spa í fyrsta skipti árið 2010 til að hitta Jóu og sækja um nemastöðu.
Þá var ég staðráðin í því að þetta væri stofan sem ég vildi læra á — elska það á hverjum degi að eiga samskipti við alls konar fólk og gera hárið þeirra flott.

Ég er sérvitur meyja og stuttar klippingar eru mitt yndi. Uppáhalds liturinn minn er tía með light v/b og v-i.

 

Brynja Brynjarsdóttir (Mosfellsbær)

Brynja Hársnyrtimeistari
Brynja

 

 

Ég lærði á Kompaníinu í gamla daga, en er búin að búa úti í Kaupmannahöfn í fimm ár, flutti heim vor 2015 og byrjaði þá að vinna á Unique, og svo bý ég nokkrum húsum frá Jóu – heppin !

Ég fór í hársnyrtifræðina því þetta er lifandi starf og það er svo fullt af skemmtilegu fólki sem maður fær að kynnast. Ég er steingeit og uppáhaldsliturinn minn er blár.

 

 

Elsa Birgisdóttir (Húsavík)

Elsa Hársnyrtimeistari
Elsa

 

Ég fór í hársnyrtinn því þetta var eitthvað sem ég ætlaði alltaf að gera sem unglingur, en gerði ekki fyrr en ég var 25….

Ég er bogamaður og uppáhaldshárlitur er náttúrulegur grár, ef ég gæti bara litað í kringum hann væri ég alltaf glöð.

Ég lærði í Iðnskólanun í Hafnarfirði útskrifaðist jól 2007 en byrjaði að vinna á Unique 2005.

 

 

Eva Björk Guðnadóttir (Reykjavík)

Eva Hársnyrtisveinn
Eva

 

 

Ég fór í þennan bransa til að láta gamlan draum rætast – hóf hársnyrtiferilinn í Hárakademíunni í Osló, útskrifaðist þaðan í apríl 2013, flutti heim, kom beint á Unique og klárarði námið hér 2015.

Ég er steingeit og Jóa segir að ég hugsi eins og verkfræðingur í klippingunum mínu.  –Uppáhalds hárliturinn minn er súkkulaðibrúnn.

 

 

Inger Ósk Sandholt (Mosfellsbær)

Inger Ósk Hársnyrtimeistari
Inger

 

Það sem ég elska við þetta starf er hvað það er fjölbreytt og skemmtilegt.

Ég byrjaði á Unique hár og spa árið 2009 sem nemi og alveg frá því að ég var lítil vissi ég hvað ég vildi verða.

Við Jóa erum fiskar, ég á afmæli 10. mars og Jóa 9 mars.

Mér finnst allir ljósir hárlitir flottir.

 

 

 

Jóhanna Katrín Guðnadóttir (Neskaupstaður)

Jóhanna Katrín Hársnyrtimeistari
Jóhanna Katrín

 

 

„Blondes always have more fun!“. Ég er krabbi og lærði hjá Jóa og félögum. Útskrifaðist árið 2004 og byrjaði á Unique október 2009.

Hárgreiðslan hefur alltaf heillað mig, alveg frá því ég var krakki – skapandi vinna, og alltaf líf og fjör!

 

 

 

 

Kristín Þórsdóttir (Garðabær)

Stína Hársnyrtimeistari
Stína

 

Ég er rauðhærða skvísan í horninu sem hlæ ótrúlega hátt og er samt þessi týpíski krabbi. Alveg frá því að ég var lítil hefur mig langað að verða hárgreiðslukona, ég elska að vera innan um fólk og í leiðinni að fá útrás fyrir sköpunargleðina í mér.

Ég byrjaði að læra í september 2002 í Iðnskólanum og útskrifaðist vorið 2007.

Uppáhalds dagurinn minn er samt 31. ágúst 2009 þegar ég byrjaði að vinna á Unique.

 

Snyrtistofa

 

Elísabet Jónsdóttir (Reykjavík)

Elisabet
Beta

 

Ég nýt þess að láta fólki líða vel og elska hversu fjölbreytt starfið mitt er. Útskrifaðist frá Fjölbraut í Breiðholti 2012 og byrjaði á Unique í maí 2014.

Mér finnst ljóst, sítt, slétt og þykkt hár ofboðslega fallegt – þó það sé ekki beint fyrir mig. Annars er ég bogamaður, jólabarn og tvíburi!

 

Kolbrún Edda Arnardóttir (Dalvík)

Kolbrun Edda
Kolla

 

Ég útskrifaðist sem snyrtifræðingur frá Fjölbraut í Breiðholti árið 2004 og síðan sem fótaaðgerðafræðingur frá Fótaaðgerðaskóla Íslands árið 2010.

Vann á snyrti- og fótaaðgerðastofu á Akureyri þar til lok árs 2012. Hóf störf hjá Unique í byrjun árs 2013.

Mér finnst dökkrauður hárlitur alltaf ótrúlega flottur. Ég valdi þetta starf því það er fjölbreytt, gefandi og ótrúlega skemmtilegt.

Já, og í stjörnumerki er ég að sjálfsögðu LJÓN.

 

 

Unique staff-39-Edit
Hanna Dísa

Móttaka:

Hanna Dísa Magnúsdóttir, hóf störf á Unique október 2015.

Ég elska að taka á móti öllu þessu flotta fólki sem mætir til okkar, ég er líka ekta Tvíburi

fædd 10. júní. Er fótbolta mamma.

 

 

 

 

Áhugaljósmyndari:

Magnús Stefán Sigurðsson (Reykjavík )

Magnús er ljósmyndari Unique hár og spa, en hann hefur tekið allar ljósmyndir sem prýða stofuna og vefinn okkar. Það hjálpar töluvert að hann er kærasti inn í fyrirtækið okkar.

Magnús er með Flickr síðu þar sem skoða má myndirnar hans flickr.com/maggi_s og hafa má samband við hann á magnus.stefan.sigurdsson@gmail.com ef þú vilt fá að kaupa af honum mynd – og já hann er sporðdreki.