Skip to content

Greiðslur

Blástur og greiðsla

Hárblástur og hárgreiðsla, hvort heldur sem er reglulega eins og einu sinni í viku eða mánuði eða fyrir sérstakt tækifæri.  Fyrir yngri dömur eru fléttur sívinsælar meðan þær sem eldri eru velja frekar uppsett allt eða til hálfs.
Fyrir herrana er léttur blástur og gott gel oft allt sem þarf til að greiðslan haggist ekki.

Sjá verð

Fermingargreiðsla

Fermingargreiðslur eru í boði, bæði fyrir fermingarstúlkur og fermingardrengi. Aðrir fjölskyldumeðlimir geta líka fengið þjónustu hjá okkur, það þurfa allir að vera fínir á hópmyndinni.

Sjá verð

Brúðargreiðsla

Með hársnyrtimeistaranum þínum ert þú þá búin að ákveða hvernig brúðargreiðslan á að vera, hvaða skraut ef eitthvað verður notað og búið verður að áætla hvað greiðslan taki langan tíma.

Sjá verð

Dekurpakkar

Við bjóðum einnig upp á brúðarförðun og í Spainu er hægt að fá meðferðir eins og gelneglur, handsnyrtingu, fótsnyrtingu og vaxmeðferðir fyrir stóra daginn/ nóttina.

Þá höfum við sett saman nokkra Dekurpakka, sem eru tilvalin gjöf fyrir vinkonurnar að slá saman og gefa gæsinni / tilvonandi brúður.